Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, hefur boðið króatíska miðjumanninum Luka Modric að koma inn í þjálfarateymi sitt ef hann ákveður að leggja skóna á hilluna eftir tímabilið.
Ancelotti bauð Modric fyrst að koma inn í þjálfarateymi sitt fyrir tveimur mánuðum síðan en Modric ákvað þá að hafna boðinu.
Modric var þá ekki viss um framtíð sína en tilboðið stendur honum enn til boða ef hann ákveður að hætta í fótbolta að þessu tímabili loknu.
Modric, sem er 38 ára gamall og einn besti miðjumaður fótboltasögunnar, verður samningslaus eftir tímabilið en hann hefur komið við sögu í 20 leikjum í spænsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.
Það er talið ólíklegt að Modric verði áfram leikmaður Real Madrid eftir tímabilið en það er spurning hvort að hann komi inn í þjálfarateymið félagsins sem hann hefur spilað fyrir frá 2012.
Athugasemdir