Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   þri 20. febrúar 2024 13:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrsti leikmaðurinn sem Ashworth mun sækja til Man Utd?
Guehi hér í baráttu við Son, sóknarmann Tottenham.
Guehi hér í baráttu við Son, sóknarmann Tottenham.
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur áhuga á því að sækja miðvörðinn Marc Guehi frá Crystal Palace í sumar, en Manchester United gæti blandað sér í kapphlaupið ef Dan Ashworth verður ráðinn til félagsins fyrir sumarið.

Það er Telegraph sem segir frá þessu, en Ashworth er sagður mikill aðdáandi leikmannsins og vildi fá hann til Newcastle.

Man Utd er að reyna að ráða Ashworth sem nýjan yfirmann fótboltamála hjá félaginu en hann er samningsbundinn Newcastle sem vill fá um 20 milljónir punda fyrir hann. Ashworth hefur verið sendur í leyfi á meðan málið er leyst.

Guehi hefur þróast vel frá því hann gekk í raðir Crystal Palace frá Chelsea fyrir síðasta tímabil.

Hann er bara 23 ára gamall og er búinn að vinna sér inn sæti í enska landsliðinu. Það er talið að hann muni kosta um 60 milljónir punda næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner