Það er einn leikur á dagskrá í Lengjubikarnum í dag, þar sem FH tekur á móti Grindavík í A-deild karla.
Liðin eigast við í fyrsta leik þriðju umferðar og er FH eina liðið í riðlinum sem er búið að sigra tvo fyrstu leikina.
Grindavík er með þrjú stig eftir sigur gegn Gróttu í fyrstu umferð og tap gegn Blikum um síðustu helgi.
Leikurinn fer fram í Skessunni og hefst klukkan 18:00.
Lengjubikar karla - A-deild, riðill 1
18:00 FH-Grindavík (Skessan)
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir