Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 20. febrúar 2024 21:36
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikarinn: Grindavík vann dramatískan sigur á FH
Adam Árni Róbertsson skoraði sigurmark Grindvíkinga undir lok leiks
Adam Árni Róbertsson skoraði sigurmark Grindvíkinga undir lok leiks
Mynd: EPA
FH 2 - 3 Grindavík
0-1 Kristófer Konráðsson ('36 )
1-1 Björn Daníel Sverrisson ('68 )
2-1 Björn Daníel Sverrisson ('77 )
2-2 Einar Karl Ingvarsson ('83 , Mark úr víti)
2-3 Adam Árni Róbertsson ('90 )

Grindavík vann dramatískan 3-2 endurkomusigur á FH í A-deild Lengjubikarsins í Skessunni í kvöld.

Kristófer Konráðsson kom gestunum í Grindavík í forystu á 36. mínútu. Það reyndist eina mark hálfleiksins en FH-ingar svöruðu fyrir sig í þeim síðari.

Björn Daníel Sverrisson skoraði tvö mörk á níu mínútum og tókst þannig að snúa við blaðinu fyrir FH-inga.

Grindvíkingar létu ekki deigann síga. Einar Karl Ingvarsson jafnaði metin á 83. mínútu úr vítaspyrnu áður en Adam Árni Róbertsson tryggði þeim öll stigin með marki undir lok leiksins.

Grindavík er nú með 6 stig í öðru sæti riðils 1, jafnmörg stig og FH sem er á toppnum.
Lengjubikar karla - A-deild, riðill 1
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 5 3 1 1 15 - 4 +11 10
2.    Grindavík 5 3 1 1 9 - 10 -1 10
3.    FH 5 3 0 2 8 - 8 0 9
4.    Keflavík 5 2 2 1 12 - 11 +1 8
5.    Grótta 5 1 0 4 5 - 11 -6 3
6.    Vestri 5 0 2 3 3 - 8 -5 2
Athugasemdir
banner