Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, skilur ekki af hverju Karim Benzema fær enn ekki að spila með franska landsliðinu.
Benzema hefur ekki spilað með Frakklandi síðan 2015 en hann var þá ásakaður um að kúga fé úr liðsfélaga sínum Mathieu Valbuena.
Síðan þá hefur Benzema misst af stórmótum og má nefna EM 2016 og svo HM í Frakklandi árið 2018.
Samtals hefur Benzema leikið 81 landsleik fyrir Frakkland og hefur í þeim skorað 27 mörk.
„Hvernig getum við skilið það að Karim spili ekki með landsliðinu?" sagði Zidane á blaðamannafundi.
„Það eru margir sem skilja þetta ekki. Það er þó betra fyrir mig að hann sé áfram í Madríd, hann hefur gert frábæra hluti fyrir okkur."
Athugasemdir