Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   mán 20. mars 2023 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fer Mitrovic í lengra bann?
Aleksandar Mitrovic.
Aleksandar Mitrovic.
Mynd: Getty Images
Aleksandar Mitrovic, sóknarmaður Fulham, fékk að líta rauða spjaldið þegar liðið tapaði gegn Manchester United í FA-bikarnum í gær.

Fulham hafði spilað frábærlega fram að 72. mínútu þegar allt fór í háaloft.

Willian varði boltann á línunni með hendi sinni og var honum vísað af velli eftir VAR-skoðun. Fulham var á þeim tímapunkti 0-1 yfir eftir mark frá Mitrovic.

Í kjölfarið misstu leikmenn Fulham hausinn og þá helst Mitrovic sem ýtti við dómaranum. Hann var mjög agresívur og fékk að líta rauða spjaldið.

Mitrovic fer sjálfkrafa í þriggja leikja bann í ensku úrvalsdeildinni og það er áfall fyrir Fulham sem er í baráttu um að komast í Evrópukeppni. Það er möguleiki á að hann fari í enn lengra bann út af alvarleika brotsins.

„Ég sá myndirnar og ég er búinn að tala við Mitrovic. Hann þarf að takast á við tilfinningar sínar," sagði Marco Silva, stjóri Fulham, sem fékk einnig rautt spjald í leiknum. „Hann ýtti dómaranum en hann gerði það ekki á alvarlegan hátt. Ég vona að fólk verði sanngjarnt við hann."

Silva finnst ekki sanngjarnt að Mitrovic fari í langt bann en hann var mjög ósáttur við dómarann Chris Kavanagh í leiknum. Hann sagði að Fulham hefði átt að fá tvær vítaspyrnur í fyrri hálfleik.

Hér fyrir neðan má sjá það helsta úr leiknum, meðal annars þegar það sauð upp úr.


Athugasemdir
banner