Hinn 18 ára gamli Garang Kuol leikmaður Newcastle var lánaður til Hearts í Skotlandi í janúar en hann hefur ekki náð að sanna sig þar.
Hann hefur aðeins byrjað einn leik og var ónotaður varamaður þegar Hearts tapaði gegn Aberdeen 3-0 um helgina. Þessi ástralski landsliðsmaður var til viðtals hjá The Sydney Morning Herald þar sem hann talaði um erfiða byrjun.
„Allir sem þú mætir eru hérna til að berjast. Það eru stórir strákar alls staðar. Mér líður eins og með hverjum leiknum að ég sé að aðlagast líkamlega stiginu hérna," sagði Kuol.
„Það er klárlega á uppleið, ég fylgist vel með matarræðinu og þyngdinni á hverjum degi. Ég er bar aað reyna halda fókus í þeim efnum því það gerir gæfumuninn. Það er gott að fá þessa reynslu, æfa með topp leikmönnum daglega, með karlmönnum, það er lykillinn að bæta sig."
Þrátt fyrir þessa erfiðu byrjun er Kuol í landsliðshópi Ástralíu sem spilar tvo æfingaleiki við Ekvador í vikunni.