Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref Laugardalsvallar - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
   mán 20. mars 2023 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hákon Arnar: Mest frá vinum sem eru að plata mig í eitthvað rugl
Icelandair
Hákon á æfingu í dag.
Hákon á æfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Takk fyrir. Þessar viðræður hafa verið í gangi í svolítinn tíma. Báðum aðilum langaði að framlengja," sagði Hákon Arnar Haraldsson í samtali við Fótbolta.net fyrir æfingu landsliðsins í Þýskalandi í dag.

Fyrr í dag var það tilkynnt að Hákon væri búinn að framlengja samning sinn við FC Kaupmannahöfn í Danmörku til ársins 2027. Hann hefur verið að spila frábærlega þar og fær núna betri samning.

„Liðinu gengur vel og þá er auðveldara fyrir mig að spila vel. Þetta hefur allt klikkað saman þegar liðið spilar vel."

Hákon var beðinn um að útskýra hvernig fótbolta hann og FCK eru að spila. „Við reynum að spila út úr flestöllu, við erum... ég er næstum því að tala dönsku hérna. Við erum mjög 'direct' og leitum alltaf fram á við."

„Það hefur gengið mjög vel í síðustu leikjum. Sjálfstraustið er í botni."

Hákon er kominn með góða æfingu í því að fagna mörkum en hann hefur tekið mörg góð fögn upp á síðkastið. „Ég er helvíti duglegur að fagna. Þetta kemur mest frá vinum mínum sem eru að plata mig í eitthvað rugl. Þeir segja mér hvað ég eigi að gera næst."

Hákon gerir langan samning við FCK en heldur öllum möguleikum opnum. „Maður veit aldrei hvað gerist í fótboltanum. Ef eitthvað spennandi kemur upp þá skoða ég það, en það er langt í sumarið. Við verðum að bíða og sjá."

Hákon segir það gott að vera kominn aftur í bláa búninginn, en hann kemur úr liði sem er búið að vinna átta leiki í röð í danska boltanum. „Það er alltaf gott að spila fyrir land og þjóð," segir þessi efnilegi leikmaður en hann býst við erfiðum leik gegn Bosníu á fimmtudag. Strákarnir ætla sér að fara á EM 2024, það er stefnan.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner