Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að menn vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
Gunnar Heiðar: Erum á góðri leið með þetta lið
Alli Jói: Ógeðslega lengi út úr rútunni
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
   mán 20. mars 2023 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hákon Arnar: Mest frá vinum sem eru að plata mig í eitthvað rugl
Icelandair
Hákon á æfingu í dag.
Hákon á æfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Takk fyrir. Þessar viðræður hafa verið í gangi í svolítinn tíma. Báðum aðilum langaði að framlengja," sagði Hákon Arnar Haraldsson í samtali við Fótbolta.net fyrir æfingu landsliðsins í Þýskalandi í dag.

Fyrr í dag var það tilkynnt að Hákon væri búinn að framlengja samning sinn við FC Kaupmannahöfn í Danmörku til ársins 2027. Hann hefur verið að spila frábærlega þar og fær núna betri samning.

„Liðinu gengur vel og þá er auðveldara fyrir mig að spila vel. Þetta hefur allt klikkað saman þegar liðið spilar vel."

Hákon var beðinn um að útskýra hvernig fótbolta hann og FCK eru að spila. „Við reynum að spila út úr flestöllu, við erum... ég er næstum því að tala dönsku hérna. Við erum mjög 'direct' og leitum alltaf fram á við."

„Það hefur gengið mjög vel í síðustu leikjum. Sjálfstraustið er í botni."

Hákon er kominn með góða æfingu í því að fagna mörkum en hann hefur tekið mörg góð fögn upp á síðkastið. „Ég er helvíti duglegur að fagna. Þetta kemur mest frá vinum mínum sem eru að plata mig í eitthvað rugl. Þeir segja mér hvað ég eigi að gera næst."

Hákon gerir langan samning við FCK en heldur öllum möguleikum opnum. „Maður veit aldrei hvað gerist í fótboltanum. Ef eitthvað spennandi kemur upp þá skoða ég það, en það er langt í sumarið. Við verðum að bíða og sjá."

Hákon segir það gott að vera kominn aftur í bláa búninginn, en hann kemur úr liði sem er búið að vinna átta leiki í röð í danska boltanum. „Það er alltaf gott að spila fyrir land og þjóð," segir þessi efnilegi leikmaður en hann býst við erfiðum leik gegn Bosníu á fimmtudag. Strákarnir ætla sér að fara á EM 2024, það er stefnan.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner