„Takk fyrir. Þessar viðræður hafa verið í gangi í svolítinn tíma. Báðum aðilum langaði að framlengja," sagði Hákon Arnar Haraldsson í samtali við Fótbolta.net fyrir æfingu landsliðsins í Þýskalandi í dag.
Fyrr í dag var það tilkynnt að Hákon væri búinn að framlengja samning sinn við FC Kaupmannahöfn í Danmörku til ársins 2027. Hann hefur verið að spila frábærlega þar og fær núna betri samning.
Fyrr í dag var það tilkynnt að Hákon væri búinn að framlengja samning sinn við FC Kaupmannahöfn í Danmörku til ársins 2027. Hann hefur verið að spila frábærlega þar og fær núna betri samning.
„Liðinu gengur vel og þá er auðveldara fyrir mig að spila vel. Þetta hefur allt klikkað saman þegar liðið spilar vel."
Hákon var beðinn um að útskýra hvernig fótbolta hann og FCK eru að spila. „Við reynum að spila út úr flestöllu, við erum... ég er næstum því að tala dönsku hérna. Við erum mjög 'direct' og leitum alltaf fram á við."
„Það hefur gengið mjög vel í síðustu leikjum. Sjálfstraustið er í botni."
Hákon er kominn með góða æfingu í því að fagna mörkum en hann hefur tekið mörg góð fögn upp á síðkastið. „Ég er helvíti duglegur að fagna. Þetta kemur mest frá vinum mínum sem eru að plata mig í eitthvað rugl. Þeir segja mér hvað ég eigi að gera næst."
Hákon gerir langan samning við FCK en heldur öllum möguleikum opnum. „Maður veit aldrei hvað gerist í fótboltanum. Ef eitthvað spennandi kemur upp þá skoða ég það, en það er langt í sumarið. Við verðum að bíða og sjá."
Hákon segir það gott að vera kominn aftur í bláa búninginn, en hann kemur úr liði sem er búið að vinna átta leiki í röð í danska boltanum. „Það er alltaf gott að spila fyrir land og þjóð," segir þessi efnilegi leikmaður en hann býst við erfiðum leik gegn Bosníu á fimmtudag. Strákarnir ætla sér að fara á EM 2024, það er stefnan.
Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Ikke mere guitar… ????
— F.C. København (@FCKobenhavn) March 20, 2023
Men meget mere Hákon! ?????????????? #fcklive #HH2027I pic.twitter.com/QQLcrEGgSK
Athugasemdir