Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 20. mars 2023 12:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kristian Nökkvi í fyrsta sinn í hóp í deildarleik
Kristian Nökkvi Hlynsson.
Kristian Nökkvi Hlynsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Unglingalandsliðsmaðurinn Kristian Nökkvi Hlynsson var í hóp hjá aðalliði Ajax í hollensku úrvalsdeildinni í gær.

Þetta er í fyrsta sinn á ferlinum þar sem Kristian kemst í hóp hjá aðalliðinu fyrir deildarleik. Hann var einu sinni í hóp í bikarleik á þessu tímabili og kom tvisvar við sögu í bikarleikjum þegar Erik ten Hag var þjálfari liðsins á síðustu leiktíð.

Kristian Nökkvi, sem er 19 ára gamall, var ónotaður varamaður í leiknum gegn Feyenoord í gær en það er merkilegt að hann sé í hópnum.

Ajax er stærsta félagið í Hollandi en liðið er í harðri baráttu um hollenska meistaratitilinn. Feyenoord vann leikinn í gær 3-2 og það eru ekki góð tíðindi fyrir Ajax sem er núna sex stigum frá toppnum með átta leiki eftir.

Kristian Nökkvi er núna í U19 landsliðshópnum sem er að fara að taka þátt í milliriðlum undankeppni EM 2023.

Ísland er í riðli með Englandi, Tyrklandi og Ungverjalandi, en leikið er á Englandi dagana 22.-28. mars. Efsta lið riðilsins fer beint áfram í lokakeppnina sem fer fram á Möltu dagana 3.-16. júlí 2023.

Sjá einnig:
U19 hópurinn sem reynir að komast á EM - Sex frá erlendum félögum
Athugasemdir
banner
banner