Tampa Bay Sun 1 - 2 Spokane Zephyr
0-1 T. Aylmer ('61)
1-1 N. Flint ('89)
1-2 A. Cook ('94)
0-1 T. Aylmer ('61)
1-1 N. Flint ('89)
1-2 A. Cook ('94)
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir var í byrjunarliði Tampa Bay Sun sem tapaði heimaleik gegn Spokane Zephyr í næstefstu deild bandaríska kvennaboltans.
Hin 29 ára gamla Andrea Rán spilaði fyrstu 78 mínútur leiksins á miðjunni og var skipt útaf í stöðunni 0-1, en lokatölur urðu 1-2 eftir að gestirnir úr liði Spokane skoruðu sigurmark í uppbótartíma.
Leikurinn sjálfur var nokkur jafn þar sem Spokane fékk fleiri færi en skapaði þó ekki mikið meiri hættu heldur en heimakonur.
Tampa Bay er fimm stigum fyrir ofan Spokane á stöðutöflunni, með 26 stig eftir 19 umferðir. Sigur í nótt hefði fleytt Andreu Rán og stöllum upp í fjórða sæti deildarinnar sem veitir þátttökurétt í umspilinu.
Andrea hefur meðal annars leikið fyrir Le Havre, Houston Dash, Club América og Mazatlán FC á fótboltaferli sínum.
Athugasemdir