
Fylkir hefur fengið Pablo Aguilera Simon í sínar raðir, hann er spænskur vinstri kantmaður sem spilaði síðast með liði Marshall háskólans í Bandaríkjunum.
Hann er með gælunafnið Chicha og er26 ára. Hann er uppalinn hjá Valencia og Elche og hefur spilað í neðri deildum Spánar.
Hann er með gælunafnið Chicha og er26 ára. Hann er uppalinn hjá Valencia og Elche og hefur spilað í neðri deildum Spánar.
Fylkir féll úr Bestu deildinni síðasta sumar og verður í Lengjudeildinni í sumar. Árni Freyr Guðnason tók við þjálfun liðsins og er stefnan sett á að fara upp úr deildinni.
Simon er kominn með leikheimild með Fylki. Næsti leikur liðsins verður á laugardag þegar liðið tekur á móti Val í úrslitum Lengjubikarsins.
Komnir
Eyþór Aron Wöhler frá KR
Bjarki Steinsen Arnarsson frá FH
Pablo Aguilera Simon frá Bandaríkjunum
Farnir
Ómar Björn Stefánsson í ÍA
Þórður Gunnar Hafþórsson í Aftureldingu
Matthias Præst í KR
Guðmundur Rafn Ingason í Stjörnuna
Athugasemdir