Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fim 20. mars 2025 22:42
Sverrir Örn Einarsson
Hákon Rafn: Bæði skotin fara í gegnum klofið á varnarmanni
Icelandair
Hákon Rafn vel á verði í leiknum í kvöld.
Hákon Rafn vel á verði í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon Rafn Valdimarsson markvörður Íslands þurfti að horfa tvívegis á eftir boltanum í netið í kvöld þegar Ísland bar lægri hlut 2-1 gegn Kósóvó í fyrri leik liðanna í umspili B-deildar Þjóðardeildar Evrópu fyrr í kvöld. Ísland er því með bakvið upp við vegg fyrir síðari leik liðanna sem fram fer í Murcia á Spáni næstkomandi sunnudag. Hákon Rafn ræddi við Fótbolta.net að leik loknum og sagði um frammistöðu Íslands í leiknum.

„Þetta var ágætt, Við vorum að prófa nýja hluti sem gengu mjög vel inn á milli en svo var það bras inni á milli.“

Inntur eftir frekari útskýringum á frammistöðu liðsins og hvort hún hefði ekki verið of kaflaskipt svaraði Hákon.

„Jú það er alveg hægt að segja það. Þegar allt virkaði hjá okkur þá gekk allt mjög vel en inn á mill þá virkaði það ekki. Þá vorum við opnir en við skoðum það og bætum fyrir næsta leik.“

Um mörkin tvö sem Hákon fékk á sig og voru nokkuð keimlík eftir hnitmiðað skot um það bil af vítateigslínu sagði Hákon.

„Frekar pirrandi mörk. Ég held að bæði skotin fari í gegnum klofið á varnarmanni, Fyrra markið kemur eftir fast leikatriði og það er eitthvað sem við getum ekki verið að fá á okkur mark úr. Seinna markið er svo vafasamt og gat verið brot en var ekki. “

Framundan er síðari viðureign einvígisins sem leikinn verður á Spáni næstkomandi sunnudag sem fyrr segir. Þar þarf Ísland að snúa taflinu við og sækja til sigurs.

„Já, við hefðum getað fengið þriðja markið á okkur í lokin og vorum ekki alveg nógu einbeittir. En það er bara eins og það er og nú þurfum við bara að vinna „heima“ “

Allt viðtalið við Hákon má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir