Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   fim 20. mars 2025 22:42
Sverrir Örn Einarsson
Hákon Rafn: Bæði skotin fara í gegnum klofið á varnarmanni
Icelandair
Hákon Rafn vel á verði í leiknum í kvöld.
Hákon Rafn vel á verði í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon Rafn Valdimarsson markvörður Íslands þurfti að horfa tvívegis á eftir boltanum í netið í kvöld þegar Ísland bar lægri hlut 2-1 gegn Kósóvó í fyrri leik liðanna í umspili B-deildar Þjóðardeildar Evrópu fyrr í kvöld. Ísland er því með bakvið upp við vegg fyrir síðari leik liðanna sem fram fer í Murcia á Spáni næstkomandi sunnudag. Hákon Rafn ræddi við Fótbolta.net að leik loknum og sagði um frammistöðu Íslands í leiknum.

„Þetta var ágætt, Við vorum að prófa nýja hluti sem gengu mjög vel inn á milli en svo var það bras inni á milli.“

Inntur eftir frekari útskýringum á frammistöðu liðsins og hvort hún hefði ekki verið of kaflaskipt svaraði Hákon.

„Jú það er alveg hægt að segja það. Þegar allt virkaði hjá okkur þá gekk allt mjög vel en inn á mill þá virkaði það ekki. Þá vorum við opnir en við skoðum það og bætum fyrir næsta leik.“

Um mörkin tvö sem Hákon fékk á sig og voru nokkuð keimlík eftir hnitmiðað skot um það bil af vítateigslínu sagði Hákon.

„Frekar pirrandi mörk. Ég held að bæði skotin fari í gegnum klofið á varnarmanni, Fyrra markið kemur eftir fast leikatriði og það er eitthvað sem við getum ekki verið að fá á okkur mark úr. Seinna markið er svo vafasamt og gat verið brot en var ekki. “

Framundan er síðari viðureign einvígisins sem leikinn verður á Spáni næstkomandi sunnudag sem fyrr segir. Þar þarf Ísland að snúa taflinu við og sækja til sigurs.

„Já, við hefðum getað fengið þriðja markið á okkur í lokin og vorum ekki alveg nógu einbeittir. En það er bara eins og það er og nú þurfum við bara að vinna „heima“ “

Allt viðtalið við Hákon má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner