Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
banner
   fim 20. mars 2025 22:42
Sverrir Örn Einarsson
Hákon Rafn: Bæði skotin fara í gegnum klofið á varnarmanni
Icelandair
Hákon Rafn vel á verði í leiknum í kvöld.
Hákon Rafn vel á verði í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon Rafn Valdimarsson markvörður Íslands þurfti að horfa tvívegis á eftir boltanum í netið í kvöld þegar Ísland bar lægri hlut 2-1 gegn Kósóvó í fyrri leik liðanna í umspili B-deildar Þjóðardeildar Evrópu fyrr í kvöld. Ísland er því með bakvið upp við vegg fyrir síðari leik liðanna sem fram fer í Murcia á Spáni næstkomandi sunnudag. Hákon Rafn ræddi við Fótbolta.net að leik loknum og sagði um frammistöðu Íslands í leiknum.

„Þetta var ágætt, Við vorum að prófa nýja hluti sem gengu mjög vel inn á milli en svo var það bras inni á milli.“

Inntur eftir frekari útskýringum á frammistöðu liðsins og hvort hún hefði ekki verið of kaflaskipt svaraði Hákon.

„Jú það er alveg hægt að segja það. Þegar allt virkaði hjá okkur þá gekk allt mjög vel en inn á mill þá virkaði það ekki. Þá vorum við opnir en við skoðum það og bætum fyrir næsta leik.“

Um mörkin tvö sem Hákon fékk á sig og voru nokkuð keimlík eftir hnitmiðað skot um það bil af vítateigslínu sagði Hákon.

„Frekar pirrandi mörk. Ég held að bæði skotin fari í gegnum klofið á varnarmanni, Fyrra markið kemur eftir fast leikatriði og það er eitthvað sem við getum ekki verið að fá á okkur mark úr. Seinna markið er svo vafasamt og gat verið brot en var ekki. “

Framundan er síðari viðureign einvígisins sem leikinn verður á Spáni næstkomandi sunnudag sem fyrr segir. Þar þarf Ísland að snúa taflinu við og sækja til sigurs.

„Já, við hefðum getað fengið þriðja markið á okkur í lokin og vorum ekki alveg nógu einbeittir. En það er bara eins og það er og nú þurfum við bara að vinna „heima“ “

Allt viðtalið við Hákon má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner