Zubimendi til Real frekar en Arsenal? - Bundesliga leikmenn á blaði Man Utd - Alvarez ekki til sölu
   fim 20. mars 2025 18:30
Brynjar Ingi Erluson
Þolinmæði PSV á þrotum og útlit fyrir að Bakayoko sé á förum
Mynd: EPA
Hollenska félagið PSV Eindhoven mun að öllum líkindum selja belgíska vængmanninn Johan Bakayoko í sumarglugganum, en erfiðlega gengur að semja um framlengingu. Þetta kemur fram í hollenska miðlinum ED.

Þessi 21 árs gamli leikmaður hefur vakið áhuga fjölda stórliða um alla Evrópu fyrir frammistöðu sína í Hollandi og í Meistaradeildinni.

Á þessu tímabili hefur hann skorað 10 mörk í öllum keppnum en aðeins gefið þrjár stoðsendingar. Hann er samt sem áður frábær í flestu sem vængmaður þarf að hafa í vopnabúri sínu og því eðlilegt að áhuginn sé mikill.

ED segir að það sé raunhæfur möguleiki á að hann skipti um félag í sumar. Bakayoko verður samningslaus á næsta ári og hefur gengið illa að finna samkomulag um framlengingu.

Þolinmæði PSV er sögð á þrotum og að félagið hafi nú tekið ákvörðun um að selja hann í sumar.

Arsenal, Borussia Dortmund, Chelsea, Liverpool, Manchester United og Paris Saint-Germain eru öll sögð áhugasöm um að fá hann í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner