Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   þri 20. apríl 2021 20:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ceferin bíður City velkomið til baka í fjölskylduna - Sterling kveður Ofurdeildina
„Ég er hæstánægður að geta boðið City velkomið til baka í evrópsku fótboltafjölskylduna," segir Aleksander Ceferin, forseti evrópska knattspyrnusambandsins.

Það gerir hann eftir að félagið tilkynnti opinberlega að það ætli sér að draga sig úr Ofurdeildinni og öllum áformum sem tengjast þeirri deild.

„Félagið hefur sýnt að í því býr mikil þekking og geta til að hlusta á margar raddir - sérstaklega raddir stuðningsmanna," bætti Ceferin við.

Raheem Sterling, leikmaður City, er ánægður með fregnir kvöldsins.

Hann setur inn einfalda færslu á Twitter þar sem hann skrifar: „Allt í lagi bless," og kveður Ofurdeildina.


Athugasemdir
banner