Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
   lau 20. apríl 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeild kvenna í dag - Risaslagir í undanúrslitum
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Getty Images
Fyrri leikirnir í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu fara fram í dag þegar ríkjandi meistarar Barcelona taka á móti enska stórveldinu Chelsea.

Liðin mættust einnig í undanúrslitum í fyrra, þar sem Barcelona hafði í heildina betur 2-1 eftir sigur á Stamford Bridge og jafntefli á Nývangi.

Það ríkir gríðarlega mikil eftirvænting fyrir þennan risaslag, en hann hefst í hádeginu í dag, eða klukkan 11:30.

Síðar í dag eigast Lyon og PSG svo við í frönskum undanúrslitaleik þar sem Lyon byrjar á heimavelli.

Lyon og PSG hafa mæst gríðarlega oft í Meistaradeild Evrópu á undanförnum árum, þar sem Lyon vann úrslitaleikina 2017 og 2020 áður en PSG vann í 8-liða úrslitum 2021.

Liðin mættust síðast í Meistaradeildinni 2022 og þá hafði Lyon betur í undanúrslitum með naumum sigrum bæði heima og úti.

Liðin hafa mæst þrisvar sinnum á yfirstandandi leiktíð, þar sem Lyon hefur unnið tvær viðureignir og þeirri þriðju lauk með jafntefli.

Meistaradeild kvenna:
11:30 Barcelona - Chelsea
17:00 Lyon - PSG
Athugasemdir
banner
banner