Aston Villa og Man Utd gætu skipst á leikmönnum - Onana falur fyrir 20 milljónir punda - Isak fer ekki frá Newcastle
   sun 20. apríl 2025 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guardiola: Afrek að komast í Meistaradeildina
Mynd: EPA
Man City lagði Everton af velli á Goodison Park og situr í 4. sæti deildarinnar.

„Ég myndi segja að þetta væri stórt. Það eru 5-6 leikir eftir og eftir að þeir unnu Nottingham Forest og Liverpool og Arsenal gátu ekki unnið hérna þá er þetta risastórt," sagði Guardiola.

Man City hefur verið með ótrúlega yfirburði í deildinni undanfarin ár en hefur verið í miklu brasi á þessu tímabili. Það veldur Guardiola engum áhyggjum.

„Ég hef reynt að sannfæra leikmennina um að það sé risastórt afrek að komast í Meistaradeildina í þessari deild. Það er nóg að vera í Meistaradeildinni, það væri hrokafullt að hugsa eitthvað annað," sagði Guardiola.
Athugasemdir
banner
banner
banner