Aston Villa og Man Utd gætu skipst á leikmönnum - Onana falur fyrir 20 milljónir punda - Isak fer ekki frá Newcastle
   sun 20. apríl 2025 18:13
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Hef verið niðurbrotinn í margar vikur"
Mynd: EPA
Leicester er fallið aftur niður í Championship deildina eftir tap gegn Liverpool í kvöld.

Liðið kom upp eftir að hafa nælt í 97 stig í Championship deildinni á síðustu leiktíð. Conor Coady, miðvörður liðsins, var niðurbrotinn í leikslok.

„Það eru leiðtogar í hópnum, við erum með besta leikmann í sögu félagsins í klefanum. Fólk horfir á okkur og við erum ekki að vinna leiki og það hugsar: 'Þeir eru hræðilegir, þeir eru ekki að gera nóg.' Við erum ekki að gera nóg en á sama tíma tekur það mikið á að tapa mikið af leikjum," sagði Coady.

„Ég hef verið niðurbrotinn í margar vikur, síðan þetta fjarlægðist okkur og Wolves og West Ham byrjuðu að vinna. Þetta hefur verið hrikalegt fyrir mig."
Athugasemdir
banner
banner
banner