Aston Villa og Man Utd gætu skipst á leikmönnum - Onana falur fyrir 20 milljónir punda - Isak fer ekki frá Newcastle
   sun 20. apríl 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Thelma kom við sögu í jafntefli hjá Fort Lauderdale
Thelma Lóa í leik með KR árið 2021
Thelma Lóa í leik með KR árið 2021
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Thelma Lóa Hermannsdóttir byrjaði á bekknum þegar Fort Lauderdale heimsótti Dallas Trinity í bandarísku kvennadeildinni í gærkvöldi.

Dallas náði forystunnni snemma leiks en Fort Lauderdale tókst að jafna metin á 35. mínútu.

Thelma kom inn á sem varamaður þegar stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma en mörkin urðu ekki fleiri.

Fort Lauderdale er í 4. sæti með 34 stig eftir 22 umferðir.
Athugasemdir
banner