Thelma Lóa Hermannsdóttir byrjaði á bekknum þegar Fort Lauderdale heimsótti Dallas Trinity í bandarísku kvennadeildinni í gærkvöldi.
Dallas náði forystunnni snemma leiks en Fort Lauderdale tókst að jafna metin á 35. mínútu.
Thelma kom inn á sem varamaður þegar stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma en mörkin urðu ekki fleiri.
Fort Lauderdale er í 4. sæti með 34 stig eftir 22 umferðir.
Athugasemdir