Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 20. maí 2021 22:48
Brynjar Ingi Erluson
Chelsea og Leicester ákærð af enska knattspyrnusambandinu
Það voru mikil læti á Stamford Bridge
Það voru mikil læti á Stamford Bridge
Mynd: EPA
Ensku úrvalsdeildarfélögin Chelsea og Leicester hafa verið ákærð af enska knattspyrnusambandið eftir lætin sem urðu í leik þeirra á dögunum.

Chelsea vann Leicester 2-1 í ensku úrvalsdeildinni á þriðjudag en undir lok leiks sauð upp úr.

Ricardo Pereira braut þá á Ben Chilwell og mætti Antonio Rudiger í kjölfarið og ýtti Pereira en leikmenn hópuðust saman og rifust heiftarlega við hliðarlínunni.

Það tók sinn tíma að róa mannskapinn en það var mikill hiti í mönnum í leiknum og þá sérstaklega eftir atvikið sem átti sér stað um helgina er Daniel Amartey, leikmaður Leicester, sýndi Chelsea óvirðingu eftir bikarúrslitaleikinn með því að kasta fána félagsins í gólfið en það náðist á myndband.

Enska knattspyrnusambandið hefur nú kært bæði Chelsea og Leicester fyrir framkomu þeirra í deildinni á dögunum og gætu félögin átt von á sekt.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner