Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   mán 20. maí 2024 17:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalnum
Beint út með boltapoka eftir núll mínútur - „Ákveðið styrkleikamerki í hausnum á mér"
Danijel Dejan Djuric.
Danijel Dejan Djuric.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar tóku sterk þrjú stig í dag.
Víkingar tóku sterk þrjú stig í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er bara geggjað. Það sem ég vildi fyrir þennan leik," sagði Danijel Dejan Djuric, leikmaður Víkings, eftir 1-4 sigur gegn Vestra í Bestu deildinni í dag.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  4 Víkingur R.

Danijel var ónotaður varamaður í síðasta deildarleik gegn FH en hann kom inn í liðið í dag og skoraði tvö mörk. Hann var besti maður vallarins.

„Ég var vægast sagt pirraður eftir þann leik, en það eina sem ég pældi í var að standa mig í dag."

Þessi öflugi framherji var mættur beint út á völl með boltapoka eftir leikinn gegn FH. Hann ætlaði sér að komast beint aftur í liðið.

„Þegar maður spilar núll mínútur þá langar manni í fótbolta. Ég fór út á völl og æfði meira. Ég skoraði á móti Grindavík í bikarnum og svo tvö núna. Mér finnst þetta ákveðið styrkleikamerki í hausnum á mér. Það er gaman."

Fékk hann einhverjar skýringar frá þjálfurunum af hverju hann spilaði ekki gegn FH?

„Nei, ég þurfti engar skýringar. Arnar er alltaf með hugsun fyrir því sem hann gerir. Ég treysti honum 100 prósent. Hann er það góður þjálfari. Ég þarf bara að díla við þetta. Hann kveikti bara í mér og það er vel gert hjá honum."

Danijel var svekktur að ná ekki að skora þrennu í leiknum í dag, en hann var býsna nálægt því. Hann tók meðal annars hjólhestaspyrnu sem endaði næstum því í markinu. Hann er búinn að gera fimm mörk í deildinni til þessa og er á meðal markahæstu manna í deildinni.

„Það er meira á leiðinni. Ég ætla að spila betur. Ég vildi fá þrennuna og ég hugsaði um það eftir að ég fór út af. Svo var það bara áfram gakk. Hefði hjólhestaspyrna dottið, þá veit ég ekki hvað ég hefði gert. Hún fór yfir, en það er bara áfram gakk."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan þar sem Danijel ræðir meira um leikinn í dag.
Athugasemdir
banner