29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   mán 20. maí 2024 17:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalnum
Beint út með boltapoka eftir núll mínútur - „Ákveðið styrkleikamerki í hausnum á mér"
Danijel Dejan Djuric.
Danijel Dejan Djuric.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar tóku sterk þrjú stig í dag.
Víkingar tóku sterk þrjú stig í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er bara geggjað. Það sem ég vildi fyrir þennan leik," sagði Danijel Dejan Djuric, leikmaður Víkings, eftir 1-4 sigur gegn Vestra í Bestu deildinni í dag.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  4 Víkingur R.

Danijel var ónotaður varamaður í síðasta deildarleik gegn FH en hann kom inn í liðið í dag og skoraði tvö mörk. Hann var besti maður vallarins.

„Ég var vægast sagt pirraður eftir þann leik, en það eina sem ég pældi í var að standa mig í dag."

Þessi öflugi framherji var mættur beint út á völl með boltapoka eftir leikinn gegn FH. Hann ætlaði sér að komast beint aftur í liðið.

„Þegar maður spilar núll mínútur þá langar manni í fótbolta. Ég fór út á völl og æfði meira. Ég skoraði á móti Grindavík í bikarnum og svo tvö núna. Mér finnst þetta ákveðið styrkleikamerki í hausnum á mér. Það er gaman."

Fékk hann einhverjar skýringar frá þjálfurunum af hverju hann spilaði ekki gegn FH?

„Nei, ég þurfti engar skýringar. Arnar er alltaf með hugsun fyrir því sem hann gerir. Ég treysti honum 100 prósent. Hann er það góður þjálfari. Ég þarf bara að díla við þetta. Hann kveikti bara í mér og það er vel gert hjá honum."

Danijel var svekktur að ná ekki að skora þrennu í leiknum í dag, en hann var býsna nálægt því. Hann tók meðal annars hjólhestaspyrnu sem endaði næstum því í markinu. Hann er búinn að gera fimm mörk í deildinni til þessa og er á meðal markahæstu manna í deildinni.

„Það er meira á leiðinni. Ég ætla að spila betur. Ég vildi fá þrennuna og ég hugsaði um það eftir að ég fór út af. Svo var það bara áfram gakk. Hefði hjólhestaspyrna dottið, þá veit ég ekki hvað ég hefði gert. Hún fór yfir, en það er bara áfram gakk."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan þar sem Danijel ræðir meira um leikinn í dag.
Athugasemdir
banner
banner