Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
   mán 20. maí 2024 17:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalnum
Beint út með boltapoka eftir núll mínútur - „Ákveðið styrkleikamerki í hausnum á mér"
Danijel Dejan Djuric.
Danijel Dejan Djuric.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar tóku sterk þrjú stig í dag.
Víkingar tóku sterk þrjú stig í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er bara geggjað. Það sem ég vildi fyrir þennan leik," sagði Danijel Dejan Djuric, leikmaður Víkings, eftir 1-4 sigur gegn Vestra í Bestu deildinni í dag.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  4 Víkingur R.

Danijel var ónotaður varamaður í síðasta deildarleik gegn FH en hann kom inn í liðið í dag og skoraði tvö mörk. Hann var besti maður vallarins.

„Ég var vægast sagt pirraður eftir þann leik, en það eina sem ég pældi í var að standa mig í dag."

Þessi öflugi framherji var mættur beint út á völl með boltapoka eftir leikinn gegn FH. Hann ætlaði sér að komast beint aftur í liðið.

„Þegar maður spilar núll mínútur þá langar manni í fótbolta. Ég fór út á völl og æfði meira. Ég skoraði á móti Grindavík í bikarnum og svo tvö núna. Mér finnst þetta ákveðið styrkleikamerki í hausnum á mér. Það er gaman."

Fékk hann einhverjar skýringar frá þjálfurunum af hverju hann spilaði ekki gegn FH?

„Nei, ég þurfti engar skýringar. Arnar er alltaf með hugsun fyrir því sem hann gerir. Ég treysti honum 100 prósent. Hann er það góður þjálfari. Ég þarf bara að díla við þetta. Hann kveikti bara í mér og það er vel gert hjá honum."

Danijel var svekktur að ná ekki að skora þrennu í leiknum í dag, en hann var býsna nálægt því. Hann tók meðal annars hjólhestaspyrnu sem endaði næstum því í markinu. Hann er búinn að gera fimm mörk í deildinni til þessa og er á meðal markahæstu manna í deildinni.

„Það er meira á leiðinni. Ég ætla að spila betur. Ég vildi fá þrennuna og ég hugsaði um það eftir að ég fór út af. Svo var það bara áfram gakk. Hefði hjólhestaspyrna dottið, þá veit ég ekki hvað ég hefði gert. Hún fór yfir, en það er bara áfram gakk."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan þar sem Danijel ræðir meira um leikinn í dag.
Athugasemdir
banner
banner