Bayern vill Bernardo Silva - Skotlmark Man Utd og Liverpool vill fara til Real - Ensk félög horfa til Kimmich
   mán 20. maí 2024 19:00
Brynjar Ingi Erluson
Besta deildin: KR rétt marði FH í Kaplakrika
KR-ingar eru komnir aftur á sigurbraut
KR-ingar eru komnir aftur á sigurbraut
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
FH 1 - 2 KR
0-1 Aron Sigurðarson ('36 , víti)
0-2 Theodór Elmar Bjarnason ('41 )
1-2 Úlfur Ágúst Björnsson ('63 )
Lestu um leikinn

KR er komið aftur á sigurbraut eftir að hafa unnið nauman 2-1 sigur á FH í 7. umferð Bestu deildar karla í Kaplakrika í kvöld. Þetta var fyrsti sigur KR í rúman mánuð.

Fyrstu tuttugu mínútur leiksins voru fremur rólegar svona ef horft er á færin en það fór að lifna yfir þessu eftir það. Bæði lið sköpuðu sér fína sénsa en fyrsta markið kom ekki fyrr en á 36. mínútu.

KR-ingar fengu umdeilda vítaspyrnu er Sindri Kristinn Ólafsson fór í bakið á Finni Tómasi Pálmasyni.

Aron Sigurðarson fór á punktinn og skoraði fyrsta mark leiksins en þetta mark kom KR-ingum í gírinn. Theodór Elmar Bjarnason tvöfaldaði forystuna.

Benoný Breki Andrésson sendi Luke Rae í gegn, sem lagði hann á Theodór Elmar. Hann lét vaða á markið, en boltinn hafði viðkomu af Ísaki Óla Ólafssyni áður en hann fór í netið.

FH-ingar komu brjálaðir inn í síðari hálfleikinn, ákveðnir í að snúa við taflinu. Logi Hrafn Róbertsson skoraði á 56. mínútu en markið var dæmt af vegna brots í aðdragandanunum, stuðningsmönnum FH ekki til mikillar hamingju.

Heimamenn sóttu fjölmargar hornspyrnur á nokkrum mínútum og auðvitað hlaut ein þeirra að skila tilsettum árangri. Kjartan Kári Halldórsson kom með boltann inn í teiginn og var það Úlfur Ágúst Björnsson sem stangaði boltann í netið.

Á síðustu tuttugu mínútunum fengu FH-ingar urmul af færum til að jafna en fóru illa með þau. Guy Smit varði vel frá Vuk Oskari Dimitrijevic og Sigurði Bjarti Hallssyni.

KR-ingum tókst á einhvern ótrúlegan hátt að halda þetta út og ná í fyrsta sigurinn síðan 12. apríl. Langþráður sigur hjá gestunum sem eru nú með 10 stig í 6. sæti en FH í 3. sæti með 12 stig.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 12 8 3 1 28 - 13 +15 27
2.    Breiðablik 12 8 2 2 27 - 14 +13 26
3.    Valur 12 7 4 1 30 - 15 +15 25
4.    ÍA 11 5 2 4 21 - 15 +6 17
5.    FH 11 5 2 4 21 - 21 0 17
6.    Stjarnan 12 5 1 6 24 - 24 0 16
7.    Fram 11 3 4 4 15 - 17 -2 13
8.    HK 11 4 1 6 14 - 21 -7 13
9.    KR 11 3 3 5 20 - 22 -2 12
10.    Vestri 11 3 1 7 14 - 28 -14 10
11.    KA 11 2 2 7 17 - 27 -10 8
12.    Fylkir 11 2 1 8 16 - 30 -14 7
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner