Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
   mán 20. maí 2024 19:29
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Daníel Hafsteins: Væri fínt ef ég væri alltaf haltur
Daníel Hafsteinsson
Daníel Hafsteinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KA nældi í sinn fyrsta sigur í Bestu deildinni í kvöld þegar liðið lagði Fylki af velli í botnslag. Daníel Hafsteinsson skoraði tvö mörk, Fótbolti.net ræddi við hann eftir leikinn.


Lestu um leikinn: KA 4 -  2 Fylkir

„Það eru blendnar tilfinningar. Við byrjuðum mjög vel í fyrri hálfleik en þannig séð ömurlegur seinni hálfleikur en við klárum þetta og við verðum að fagna því," sagði Daníel.

Daníel var ánægður að skora í kvöld.

„Þetta datt fyrir mig í dag. Þetta er búið að liggja í loftinu þannig ég er mjög ánægður með það," sagði Daníel.

Hann fór af velli eftir tæplega klukkutíma leik vegna smávægilegra meiðsla.

„Ég var þvílíkt góður í upphitun síðan er eins og það hafi verið einhver klemma í ökklanum á mér, ég var hálf haltur allan fyrri hálfleikinn, það væri kannski fínt ef ég væri það alltaf. Ég vildi ekki fara út af en þjálfarinn hefur kannski stundum rétt fyrir sér," sagði Daníel léttur.


Athugasemdir
banner