Bayern vill Bernardo Silva - Skotlmark Man Utd og Liverpool vill fara til Real - Ensk félög horfa til Kimmich
   mán 20. maí 2024 13:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Elín Metta á von á sínu fyrsta barni
Fagnar marki með Þrótti í fyrra.
Fagnar marki með Þrótti í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elín Metta Jensen hefur ekkert spilað fótbolta í sumar þar sem hún á von á sínu fyrsta barni.

Hún greinir frá þessum tíðindum á samfélagsmiðlum í dag.

Elín á von á barni með kærasta sínum, Sigurði Tómassyni, en hún skrifar við mynd af þeim: „Þrjú í haust."

Elín Metta hafði stefnt á það að spila með Þrótti í sumar eftir að hafa skrifað undir tveggja ára samning við félagið í fyrra en lífið tók skemmtilega stefnu hjá henni.

Elín Metta er einn besti sóknarmaður sem hefur leikið í efstu deild á Íslandi, en hún lék 261 leiki fyrir Val og skoraði 193 mörk. Hún hefur einnig spilað 62 landsleiki og skoraði 16 mörk.

Hún lagði skóna á hilluna seint á árinu 2022 en tók þá fram í fyrra aftur og byrjaði að spila með Þrótturum.
Athugasemdir
banner