Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
   mán 20. maí 2024 21:36
Brynjar Ingi Erluson
Elsti leikmaður Man City kom sér í klandur í titilfögnuðinum
Scott Carson
Scott Carson
Mynd: EPA
Scott Carson, þriðji markvörður Manchester City, fór yfir strikið í titilfögnuði liðsins í nótt en hann reyndi að stofna til slagsmála á skemmtistað í Manchester. Þetta kemur fram í ensku blöðunum í dag.

Englendingurinn hefur ekki fengið margar mínútur frá því hann gekk í raðir Man City fyrir þremur árum enda var það ekki tilgangurinn með félagaskiptum hans.

Carson, sem er 38 ára gamall, var fenginn inn til að vinna með markvörðum félagsins. Hans hlutverk var að halda þeim við efnið en á þessum þremur árum hefur hann samtals spilað 111 mínútur.

Samkvæmt reglubókinni hefur hann aðeins unnið þrjá titla, sem hægt er að skrá á ferilskrá hans, en fengið að fagna ellefu með liðinu.

Hann fékk til að mynda ekki medalíu þegar liðið varð enskur deildarmeistari um helgina, en það fór samt mest fyrir honum í fögnuði liðsins.

Leikmenn Man City byrjuðu á því að fagna á Etihad en fóru þaðan á skemmtistaði Manchester-borgar. Carson fór ásamt leikmönnum á skemmtistað þar sem markvörðurinn átti að hafa reynt að stofna til slagsmála við annan mann sem var að skemmta sér á staðnum.

Dyraverðir staðarins voru fljótir að grípa í taumana og hentu Carson út en þá var klukkan að ganga 4.

Carson verður samningslaus í sumar en ekki er ljóst hvort hann fái nýjan eins árs samning hjá félaginu eða ekki.
Athugasemdir
banner
banner
banner