Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mán 20. maí 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Víkingur mætir Vestra og FH mætir KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er nóg um að vera í íslenska boltanum í dag þar sem þrír leikir fara fram í Bestu deild karla.

Nýliðar Vestra taka þar á mótí Íslands- og bikarmeisturum Víkings R. Í Laugardalnum áður en KA fær Fylki í heimsókn.

Víkingur trónir á toppi deildarinnar með 15 stig eftir 6 umferðir en Vestri, KA og Fylkir verma þrjú neðstu sætin.

FH og KR eigast svo við í lokaleik dagsins í Bestu deildinni, en FH deilir öðru sætinu með Breiðabliki sem stendur með 12 stig.

Þá eru tveir leikir í þriðju umferð Lengjudeildarinnar þar sem Grindavík og Grótta eigast við á sama tíma og ÍBV tekur á móti Þór.

Þá eru einnig leikir á dagskrá í neðri deildum karla og 2. deild kvenna.

Besta-deild karla
14:00 Vestri-Víkingur R. (AVIS völlurinn)
16:15 KA-Fylkir (Greifavöllurinn)
17:00 FH-KR (Kaplakrikavöllur)

Lengjudeild karla
14:00 Grindavík-Grótta (Stakkavíkurvöllur-Safamýri)
14:00 ÍBV-Þór (Hásteinsvöllur)

2. deild kvenna
16:00 Dalvík/Reynir-Haukar (Dalvíkurvöllur)

3. deild karla
16:00 Sindri-ÍH (Jökulfellsvöllurinn)

4. deild karla
15:00 Ýmir-KÁ (Kórinn)
16:00 Hamar-Tindastóll (Grýluvöllur)

5. deild karla - A-riðill
18:00 Þorlákur-Álftanes (Kórinn - Gervigras)

5. deild karla - B-riðill
14:00 Afríka-KFR (OnePlus völlurinn)
14:00 KFR-Stokkseyri (SS-völlurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner