
,,Þetta verður hörkuleikur eins og leikirnir okkar hafa verið hingað til," sagði Bjarni Guðjónsson þjálfari Fram við Fótbolta.net eftir að ljóst var að liðið mætir Keflavík í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins.
,,Það hefði ekkert verið auðveldara að fá Þrótt eða BÍ ef menn halda það. Stjarnan hélt að þeir hefðu fengið fínan drátt á móti Þrótti sem slógu þá síðan út."
Framarar urðu bikarmeistarar í fyrra og eru nú komnir í 8-liða úrslitin.
,,Það hefði ekkert verið auðveldara að fá Þrótt eða BÍ ef menn halda það. Stjarnan hélt að þeir hefðu fengið fínan drátt á móti Þrótti sem slógu þá síðan út."
Framarar urðu bikarmeistarar í fyrra og eru nú komnir í 8-liða úrslitin.
,,Það eru örfá skref í stóran bikar og okkur langar aftur í úrslitaleikinn og halda bikarnum hjá okkur."
Framarar fá FH-inga í heimsókn í níundu umferð Pepsi-deildarinnar á mánudagskvöld.
,,Ég er fullur tilhlökkunar að fá eitt besta lið Íslands undanfarin tíu ár í heimsókn í Laugardalinn," sagði Bjarni.
,,Við vitum hvað FH liðið hefur upp á að bjóða. Þeir eru feykilega sterkir og öflugir og hafa landað mikið af 1-0 sigrum sem sýnir styrkleikamerki. Þeir detta í gírinn á endanum og það er bara spurning hvenær það gerist. Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að það verði ekki á mánudaginn."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir