Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   sun 20. júní 2021 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Liverpool semur við undrabarn frá Gana
Mynd: EPA
Mirror greinir frá því að Liverpool hafi fest kaup á Abdul Fatawu Issahaku. Hann er 17 ára gamall og kemur frá Gana.

Issahaku lék með Steadfast FC í heimalandinu en eigandi liðsins greindi frá því að hann hafi skrifað undir sex ára samning við Liverpool.

Issahaku hefur slegið í gegn hjá unglingalandsliðum Gana. Hann var fyrirliði u17 ára landsliðsins áður en hann var kallaður upp í u20 landsliðið fyrir Afríkumótið. Gana stóp uppi sem sigurvegari á mótinu og Issahaku skoraði tvö mörk og lagði upp eitt og var valinn besti leikmaður mótsins.

Bayer Leverkusen barðist við Liverpool um leikmanninn en á endanum hafði Liverpool betur.
Athugasemdir
banner
banner
banner