„Fyrstu 10-15 mínúturnar eða þangað til þeir skora þá erum við bara gjörsamlega off og þá erum við off í þessum einföldu atriðum, seinni boltum, návígum og allt þetta sem er ekki nógu gott því þetta er okkar styrkleiki og við eigum að halda í þetta,“ voru fyrstu orð vonsvikins fyrirliða Leiknis eftir 1-0 tap Breiðhyltinga gegn Keflavík suður með sjó í kvöld.
Lestu um leikinn: Keflavík 1 - 0 Leiknir R.
Eins og áður sagði byrjuðu Leiknismenn leikinn seint og illa en hvað var að valda? Voru Keflvíkingar að loka svona vel á þá eða Leiknismenn bara ekki að færa boltann nógu hratt?
„Klárlega ekki nógu hratt í fyrri hálfleik fannst mér við færa boltann of hægt og vorum ragir. Við eigum ekki að vera ragir, við eigum að vera beinskeyttari því það eru mikil gæði í liðinu okkar.“
Tapið markar endalok á góðu taki sem Leiknismenn hafa haft á Keflavík undanfarin ár en Keflavík hafði ekki unnið lið Leiknis í 6 ár þegar kom að leik kvöldsins.
„Við alltaf haft fín tök á þeim og þetta hafa verið hörkuleikir. Keflavík er búið að vera mikið jó-jó lið upp og niður úr efstu deild á meðan að við höfum verið topplið í Lengjudeildinni. Þeir unnu í dag en við verðum að mæta gíraðir gegn þeim næst.“
Athugasemdir