Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   sun 20. júní 2021 22:18
Sverrir Örn Einarsson
Sævar Atli: Vorum ragir
Sævar Atli Magnússon
Sævar Atli Magnússon
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Fyrstu 10-15 mínúturnar eða þangað til þeir skora þá erum við bara gjörsamlega off og þá erum við off í þessum einföldu atriðum, seinni boltum, návígum og allt þetta sem er ekki nógu gott því þetta er okkar styrkleiki og við eigum að halda í þetta,“ voru fyrstu orð vonsvikins fyrirliða Leiknis eftir 1-0 tap Breiðhyltinga gegn Keflavík suður með sjó í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  0 Leiknir R.

Eins og áður sagði byrjuðu Leiknismenn leikinn seint og illa en hvað var að valda? Voru Keflvíkingar að loka svona vel á þá eða Leiknismenn bara ekki að færa boltann nógu hratt?

„Klárlega ekki nógu hratt í fyrri hálfleik fannst mér við færa boltann of hægt og vorum ragir. Við eigum ekki að vera ragir, við eigum að vera beinskeyttari því það eru mikil gæði í liðinu okkar.“

Tapið markar endalok á góðu taki sem Leiknismenn hafa haft á Keflavík undanfarin ár en Keflavík hafði ekki unnið lið Leiknis í 6 ár þegar kom að leik kvöldsins.

„Við alltaf haft fín tök á þeim og þetta hafa verið hörkuleikir. Keflavík er búið að vera mikið jó-jó lið upp og niður úr efstu deild á meðan að við höfum verið topplið í Lengjudeildinni. Þeir unnu í dag en við verðum að mæta gíraðir gegn þeim næst.“
Athugasemdir
banner
banner