Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 20. júní 2022 12:09
Elvar Geir Magnússon
Raphinha sagður færast nær Arsenal
Mynd: EPA
Goal segir að líkurnar aukist á því að Raphinha verði leikmaður Arsenal í sumar.

Þessi brasilíski vængmaður Leeds United hefur verið orðaður við Barcelona en er sagður þreyttur á bið eftir því að tilboð berist frá katalónska félaginu.

Óvissa varðandi Ousmane Dembele hefur tafið ákvörðun Barcelona. Samningur hans við Barcelona rennur út í lok mánaðarins en óvíst er hvort hann fari eða skrifi undir nýjan.

Þá vill Leeds fá um 50 milljónir punda en það var alltaf ljóst að það yrði erfitt fyrir Barcelona að geta greitt það. Arsenal hefur séð sér leik á borði og ætlar að nýta sér stöðuna til að krækja í leikmanninn.
Athugasemdir
banner
banner
banner