Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fim 20. júní 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
2. deild kvenna: ÍH lagði Álftanes
Kvenaboltinn
Mynd: Aðsend

Álftanes 1 - 3 ÍH
0-1 Hafrún Birna Helgadóttir ('27 )
0-2 Rakel Eva Bjarnadóttir ('45 )
1-2 Eydís María Waagfjörð ('57 )
1-3 Anna Rakel Snorradóttir ('90 )
Rautt spjald: Klara Kristín Kjartansdóttir , Álftanes ('78)


ÍH lagði Álftanes á útivelli í gær í 2. deild kvenna.

ÍH var með tveggja marka forystu í hálfleik en seinna markið kom á lokamínútum hálfleiksins.

Eydís María Waagfjörð tókst að klóra í bakkann fyrir Álftanes en Klara Kristín Kjartansdóttir leikmaður Álftanes var rekin af velli þegar skammt var til loka venjulegs leiktíma.

ÍH nýtti sér liðsmuninn og Anna Rakel Snorradóttir innsiglaði sigurinn.

ÍH er í 3. sæti deildarinnar en Álftanes er í 10. sæti og hefur enn ekki unnið leik.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner