Rabiot nálgast Man Utd - Mount til sölu - Branthwaite fær stórbættan samning - Kante hefur náð samkomulagi við West Ham
   fim 20. júní 2024 12:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tíu sem gætu tekið við KR
Óskar Hrafn er draumakosturinn fyrir KR.
Óskar Hrafn er draumakosturinn fyrir KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR tilkynnti það í morgun að þjálfarabreytingar yrðu hjá félaginu út af óviðunandi árangri. Gregg Ryder var látinn fara og nýr þjálfarinn mun koma inn í hans stað.

Eitt stærsta starfið í fótboltanum á Íslandi var að losna og það verður áhugavert að sjá hver tekur það að sér.

Pálmi Rafn Pálmason, aðstoðarþjálfari í þjálfaratíð Gregg, stýrir næsta leik KR sem er útileikur gegn Víkingi á laugardag en óvíst er annars með framhaldið.

„Í rauninni teljum við að liðið sé í góðum höndum hjá Pálma. Hversu lengi það verður, verður bara að koma í ljós. Við erum í þeirri stöðu í dag að við leyfum næstu dögum að líða, meltum stöðuna og svo vöndum við okkur. Auðvitað þurfum við að flýta okkur, en við flýtum okkur hægt," sagði Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, við Fótbolta.net í dag.

Hver tekur við KR? Hér er tíu manna listi sem við á Fótbolta.net tókum saman yfir mögulega kosti.
Athugasemdir
banner
banner