Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 20. júlí 2019 13:23
Ívan Guðjón Baldursson
Benfica kaupir Carlos Vinicius (Staðfest)
Mynd: Record
Portúgalska félagið Benfica er búið að festa kaup á brasilíska framherjanum Carlos Vinicius. Hann gengur í raðir félagsins eftir stutta dvöl hjá Napoli.

Vinicius er 24 ára og gekk í raðir Napoli síðasta sumar fyrir 4 milljónir evra. Hann lék ekki einn einasta leik fyrir Napoli og var þess í stað lánaður til Rio Ave í Portúgal. Þar vakti hann mikla athygli á sér, skoraði 12 mörk í 19 leikjum fyrir áramót og var í kjölfarið lánaður til AS Mónakó.

Benfica vantar að styrkja sóknarlínuna eftir að hafa misst Joao Felix til Atletico Madrid. Ungstirnið lék lykilhlutverk er félagið vann portúgölsku deildina í fyrra og verður áhugavert að sjá hvort Vinicius hafi hæfileikana til að stíga upp og taka við keflinu.

Benfica borgar 17 milljónir fyrir framherjann sem skrifar undir fimm ára samning, út sumarið 2024. Riftunarákvæðið í samningi hans hjá Benfica hljóðar upp á 100 milljónir evra og er 20 milljónum lægra heldur en það var hjá Felix.
Athugasemdir
banner
banner
banner