Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 20. júlí 2020 13:00
Fótbolti.net
Lið 7. umferðar - Þrír Víkingar
Davíð Örn Atlason
Davíð Örn Atlason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pablo Punyed er í liði umferðarinnar í annað skipti í röð.
Pablo Punyed er í liði umferðarinnar í annað skipti í röð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur R. á þrjá fulltrúa í liði umferðarinnar í Pepsi Max-deildinni í sjöundu umferð. Víkingur vann ÍA 6-2 þar sem Ágúst Eðvald Hlynsson skoraði tvívegis. Davíð Örn Atlason skoraði og átti stórleik í hægri bakverðinum auk þess sem Viktor Örlygur Andrason er aðra umferðina í röð í liði umferðarinnar eftir góða frammistöðu í nýrri stöðu sem miðvörður.

Valur vann mjög öflugan útisigur gegn Breiðabliki á útivelli en þar var Kristinn Freyr Sigurðsson maður leiksins. Heimir Guðjónsson er þjálfari umferðarinnar.

Topplið KR vann Fylki 3-0 í Árbænum. Pablo Punyed skoraði fyrsta markð en hann lék bæði á miðjunni og í vinstri bakverði í leiknum. Beitir Ólafsson lokaði síðan markinu hjá KR.

Stjarnan rúllaði yfir HK þar sem Guðjón Baldvinsson og Daníel Laxdal skoruðu báðir og áttu góðan leik.

Rodrigo Gomes Mateo var maður leiksins í fyrsta sigri KA í sumar. KA lagði Gróttu 1-0 og Rodrigo er í liði umferðarinnar aðra umferðina í röð.

FH vann Fjölni 3-0 á útivelli í fyrsta leik undir stjórn Eiðs Smára Guðjohnsen og Loga Ólafssonar. Jónatan Ingi Jónsson skoraði tvívegis og var maður leiksins. Guðmundur Kristjánsson var einnig öflugur í vörninni.

Sjá einnig:
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Innkastið - Brynjólfur til Færeyja og KR best á Íslandi
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner