Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 20. júlí 2021 20:35
Brynjar Ingi Erluson
Patrik byrjaði í rammanum í sigri Brentford
Patrik Sigurður Gunnarsson er að standa sig vel á undirbúningstímabilinu með Brentford
Patrik Sigurður Gunnarsson er að standa sig vel á undirbúningstímabilinu með Brentford
Mynd: Getty Images
Patrik Sigurður Gunnarsson stóð á milli stanganna hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Brentford í 2-0 sigri á Boreham Wood er liðin mættust í æfingaleik í kvöld.

Patrik er 20 ára gamall og verið á mála hjá Brentford í þrjú ár en hann hefur þrívegis farið á lán frá félaginu.

Hann fór til Southend United, Viborg og nú síðast Silkeborg en fer nú vel af stað með Brentford á undirbúningstímabilinu.

Patrik spilaði síðari hálfleikinn gegn Wimbledon á dögunum og byrjaði svo gegn Boreham Wood í kvöld.

David Raya átti upprunalega að vera í byrjunarliðinu í kvöld en það var ákveðið að Patrik myndi byrja stuttu fyrir leik. Honum var síðan skipt af velli þegar um það bil hálftími var eftir.

Patrik hefur haldið hreinu þær mínútur sem hann hefur spilað til þessa.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner