Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   lau 20. júlí 2024 15:59
Ívan Guðjón Baldursson
Besta deildin: Allt jafnt hjá HK og Vestra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK 1 - 1 Vestri
1-0 Atli Hrafn Andrason ('13)
1-1 Benedikt V. Warén ('33)

Lestu um leikinn: HK 1 -  1 Vestri

Vestri fékk fyrsta dauðafæri leiksins en HK svaraði með marki eftir skyndisókn, þar sem George Nunn endaði frábæra fyrirsögn með góðri fyrirgjöf á Atla Hrafn Andrason sem skoraði af stuttu færi.

Benedikt Warén svaraði fyrir Vestra með jöfnunarmarki 20 mínútum síðar eftir slæm mistök hjá Leif Andra Leifssyni fyrirliða HK, sem gaf blinda sendingu til baka á markvörð en Benedikt komst inn á milli og kláraði vel framhjá Arnari Frey Ólafssyni markverði, sem varði meistaralega fyrr í leiknum.

Það var lítið að frétta í bragðdaufri viðureign, en um miðjan síðari hálfleik meiddist Arnar Freyr illa og þurfti að fara af velli eftir langa aðhlynningu. Arnar virtist meiðast á hásin og gæti verið lengi frá keppni.

Bæði lið fengu hálffæri en lokatölur urðu 1-1 eftir afar tíðindalítinn fallbaráttuslag.

Vestri er í næstneðsta sæti með 12 stig úr 15 umferðum, tveimur stigum á eftir HK.
Athugasemdir
banner
banner