Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   lau 20. júlí 2024 13:42
Ívan Guðjón Baldursson
Brighton hafnar 8 milljónum frá Napoli
Mynd: EPA
Brighton & Hove Albion er búið að hafna kauptilboði frá ítaska stórliðinu Napoli fyrir skoska miðjumanninn Billy Gilmour.

Napoli bauð um 8 milljónir punda fyrir miðjumanninn, sem er 23 ára gamall og á tvö ár eftir af samningi.

Gilmour spilaði í 41 leik með Brighton á síðustu leiktíð og er talið að Brighton sé tilbúið til að selja leikmanninn fyrir 12 milljónir punda. 8 milljónir eru ekki nóg.

Gilmour er varnarsinnaður miðjumaður með 30 landsleiki að baki fyrir Skotland. Hann ólst upp hjá Rangers og spilaði fyrir Chelsea áður en Brighton festi kaup á honum fyrir tveimur árum.
Athugasemdir
banner
banner
banner