Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   lau 20. júlí 2024 19:54
Daníel Smári Magnússon
Hallgrímur Jónasson: Erum á rosalega góðum stað
Hallgrímur kallaði daginn æðislegan og skyldi engan undra.
Hallgrímur kallaði daginn æðislegan og skyldi engan undra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara æðislegur dagur og góður sigur. Mér fannst sérstaklega seinni hálfleikurinn flottur hjá okkur, fannst við ströggla aðeins í fyrri hálfleik. Víkingur var með leikinn úti á vellinum, við vorum aðeins of passífir á þá án þess að þeir sköpuðu sér einhver færi og síðan erum við betri á boltann og aggressífari í seinni hálfleik. Við sköpum nokkur dauðafæri og vinnum svo á endanum sætan sigur,'' sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, eftir 1-0 sigur á Víking R. í Bestu-deild karla í dag.


Lestu um leikinn: KA 1 -  0 Víkingur R.

Eins og kom fram fyrir leik að þá vantaði alla miðju KA, en Daníel Hafsteinsson, Bjarni Aðalsteinsson og Rodri tóku allir út leikbann í dag. Hallgrímur stillti upp í 3-5-2 kerfi þar sem að bakvörðurinn Birgir Baldvinsson, í sínum síðasta leik í sumar, færði sig í miðvörð og Hallgrímur Mar, Harley Willard, Andri Fannar mynduðu miðju KA. Kári Gautason og Jakob Snær Árnason spiluðu sem vængbakverðir.

„Já við förum í þriggja hafsenta kerfi og breytum aðeins. Við náttúrulega misstum alla miðjuna frá því í síðasta leik og vildum vera aggressífir á kantana þeirra með okkar vængbakverði. Það gekk betur í seinni hálfleik, þegar við vorum aðeins búnir að prófa þetta,'' sagði Hallgrímur glottandi.

Birgir Baldvinsson og markaskorarinn Sveinn Margeir Hauksson halda nú til Bandaríkjanna í nám og spila ekki meira með KA í sumar.

„Biggi og Sveinn eru bara búnir að vera frábærir í sumar. Þetta eru ungir strákar, orðnir mjög góðir leikmenn og með virkilega mikla hlaupagetu. Þeir stóðu sig vel og gaman fyrir Svenna að skora hérna og klára leikinn áður en hann fer. Annars er bara liðið á góðum stað og þeir sem koma inn standa sig vel. Þegar ég skipti inná, þá komu allir með framlag, þannig að við erum á rosalega góðum stað, enda hefðum við ekki unnið Víking í dag nema við værum á þeim stað,'' sagði Hallgrímur Jónasson.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner