Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
   lau 20. júlí 2024 19:54
Daníel Smári Magnússon
Hallgrímur Jónasson: Erum á rosalega góðum stað
Hallgrímur kallaði daginn æðislegan og skyldi engan undra.
Hallgrímur kallaði daginn æðislegan og skyldi engan undra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara æðislegur dagur og góður sigur. Mér fannst sérstaklega seinni hálfleikurinn flottur hjá okkur, fannst við ströggla aðeins í fyrri hálfleik. Víkingur var með leikinn úti á vellinum, við vorum aðeins of passífir á þá án þess að þeir sköpuðu sér einhver færi og síðan erum við betri á boltann og aggressífari í seinni hálfleik. Við sköpum nokkur dauðafæri og vinnum svo á endanum sætan sigur,'' sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, eftir 1-0 sigur á Víking R. í Bestu-deild karla í dag.


Lestu um leikinn: KA 1 -  0 Víkingur R.

Eins og kom fram fyrir leik að þá vantaði alla miðju KA, en Daníel Hafsteinsson, Bjarni Aðalsteinsson og Rodri tóku allir út leikbann í dag. Hallgrímur stillti upp í 3-5-2 kerfi þar sem að bakvörðurinn Birgir Baldvinsson, í sínum síðasta leik í sumar, færði sig í miðvörð og Hallgrímur Mar, Harley Willard, Andri Fannar mynduðu miðju KA. Kári Gautason og Jakob Snær Árnason spiluðu sem vængbakverðir.

„Já við förum í þriggja hafsenta kerfi og breytum aðeins. Við náttúrulega misstum alla miðjuna frá því í síðasta leik og vildum vera aggressífir á kantana þeirra með okkar vængbakverði. Það gekk betur í seinni hálfleik, þegar við vorum aðeins búnir að prófa þetta,'' sagði Hallgrímur glottandi.

Birgir Baldvinsson og markaskorarinn Sveinn Margeir Hauksson halda nú til Bandaríkjanna í nám og spila ekki meira með KA í sumar.

„Biggi og Sveinn eru bara búnir að vera frábærir í sumar. Þetta eru ungir strákar, orðnir mjög góðir leikmenn og með virkilega mikla hlaupagetu. Þeir stóðu sig vel og gaman fyrir Svenna að skora hérna og klára leikinn áður en hann fer. Annars er bara liðið á góðum stað og þeir sem koma inn standa sig vel. Þegar ég skipti inná, þá komu allir með framlag, þannig að við erum á rosalega góðum stað, enda hefðum við ekki unnið Víking í dag nema við værum á þeim stað,'' sagði Hallgrímur Jónasson.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir