Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
banner
   lau 20. júlí 2024 19:54
Daníel Smári Magnússon
Hallgrímur Jónasson: Erum á rosalega góðum stað
Hallgrímur kallaði daginn æðislegan og skyldi engan undra.
Hallgrímur kallaði daginn æðislegan og skyldi engan undra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara æðislegur dagur og góður sigur. Mér fannst sérstaklega seinni hálfleikurinn flottur hjá okkur, fannst við ströggla aðeins í fyrri hálfleik. Víkingur var með leikinn úti á vellinum, við vorum aðeins of passífir á þá án þess að þeir sköpuðu sér einhver færi og síðan erum við betri á boltann og aggressífari í seinni hálfleik. Við sköpum nokkur dauðafæri og vinnum svo á endanum sætan sigur,'' sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, eftir 1-0 sigur á Víking R. í Bestu-deild karla í dag.


Lestu um leikinn: KA 1 -  0 Víkingur R.

Eins og kom fram fyrir leik að þá vantaði alla miðju KA, en Daníel Hafsteinsson, Bjarni Aðalsteinsson og Rodri tóku allir út leikbann í dag. Hallgrímur stillti upp í 3-5-2 kerfi þar sem að bakvörðurinn Birgir Baldvinsson, í sínum síðasta leik í sumar, færði sig í miðvörð og Hallgrímur Mar, Harley Willard, Andri Fannar mynduðu miðju KA. Kári Gautason og Jakob Snær Árnason spiluðu sem vængbakverðir.

„Já við förum í þriggja hafsenta kerfi og breytum aðeins. Við náttúrulega misstum alla miðjuna frá því í síðasta leik og vildum vera aggressífir á kantana þeirra með okkar vængbakverði. Það gekk betur í seinni hálfleik, þegar við vorum aðeins búnir að prófa þetta,'' sagði Hallgrímur glottandi.

Birgir Baldvinsson og markaskorarinn Sveinn Margeir Hauksson halda nú til Bandaríkjanna í nám og spila ekki meira með KA í sumar.

„Biggi og Sveinn eru bara búnir að vera frábærir í sumar. Þetta eru ungir strákar, orðnir mjög góðir leikmenn og með virkilega mikla hlaupagetu. Þeir stóðu sig vel og gaman fyrir Svenna að skora hérna og klára leikinn áður en hann fer. Annars er bara liðið á góðum stað og þeir sem koma inn standa sig vel. Þegar ég skipti inná, þá komu allir með framlag, þannig að við erum á rosalega góðum stað, enda hefðum við ekki unnið Víking í dag nema við værum á þeim stað,'' sagði Hallgrímur Jónasson.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner