Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   lau 20. júlí 2024 19:54
Daníel Smári Magnússon
Hallgrímur Jónasson: Erum á rosalega góðum stað
Hallgrímur kallaði daginn æðislegan og skyldi engan undra.
Hallgrímur kallaði daginn æðislegan og skyldi engan undra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara æðislegur dagur og góður sigur. Mér fannst sérstaklega seinni hálfleikurinn flottur hjá okkur, fannst við ströggla aðeins í fyrri hálfleik. Víkingur var með leikinn úti á vellinum, við vorum aðeins of passífir á þá án þess að þeir sköpuðu sér einhver færi og síðan erum við betri á boltann og aggressífari í seinni hálfleik. Við sköpum nokkur dauðafæri og vinnum svo á endanum sætan sigur,'' sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, eftir 1-0 sigur á Víking R. í Bestu-deild karla í dag.


Lestu um leikinn: KA 1 -  0 Víkingur R.

Eins og kom fram fyrir leik að þá vantaði alla miðju KA, en Daníel Hafsteinsson, Bjarni Aðalsteinsson og Rodri tóku allir út leikbann í dag. Hallgrímur stillti upp í 3-5-2 kerfi þar sem að bakvörðurinn Birgir Baldvinsson, í sínum síðasta leik í sumar, færði sig í miðvörð og Hallgrímur Mar, Harley Willard, Andri Fannar mynduðu miðju KA. Kári Gautason og Jakob Snær Árnason spiluðu sem vængbakverðir.

„Já við förum í þriggja hafsenta kerfi og breytum aðeins. Við náttúrulega misstum alla miðjuna frá því í síðasta leik og vildum vera aggressífir á kantana þeirra með okkar vængbakverði. Það gekk betur í seinni hálfleik, þegar við vorum aðeins búnir að prófa þetta,'' sagði Hallgrímur glottandi.

Birgir Baldvinsson og markaskorarinn Sveinn Margeir Hauksson halda nú til Bandaríkjanna í nám og spila ekki meira með KA í sumar.

„Biggi og Sveinn eru bara búnir að vera frábærir í sumar. Þetta eru ungir strákar, orðnir mjög góðir leikmenn og með virkilega mikla hlaupagetu. Þeir stóðu sig vel og gaman fyrir Svenna að skora hérna og klára leikinn áður en hann fer. Annars er bara liðið á góðum stað og þeir sem koma inn standa sig vel. Þegar ég skipti inná, þá komu allir með framlag, þannig að við erum á rosalega góðum stað, enda hefðum við ekki unnið Víking í dag nema við værum á þeim stað,'' sagði Hallgrímur Jónasson.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner