Salah vill framlengja við Liverpool - Al-Nassr vill fá Kovacic - Man Utd og Newcastle enn með í baráttunni um Rabiot
banner
   lau 20. júlí 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Juventus nær samkomulagi við Todibo
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Juventus hefur náð munnlegu samkomulagi við franska varnarmanninn Jean-Clair Todibo sem er á mála hjá Nice í frönsku deildinni.

Á dögunum samþykkti Nice 27 milljóna punda tilboð West Ham í Todibo en þessi 24 ára varnarmaður er eftirsóttur af mörgum félögum um alla Evrópu.

Juventus er enn með í baráttunni og hefur félagið náð munnlegu samkomulagi við leikmanninn, en þó er óvíst hvað hann mun gera.

Ítalska félagið verður að selja leikmenn áður en það leggur fram tilboð í franska varnarmanninn.

Fabrice Hawkins segir að Todibo hafi náð samkomulagi við Juventus um fimm ára samning en það verður að bíða og sjá hvort hann hafi þolinmæði til þess að bíða eftir 'Gömlu konunni'.
Athugasemdir
banner
banner
banner