Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 20. ágúst 2019 06:00
Arnar Helgi Magnússon
Pickford vill fá gagnrýni - Nýtir hana jákvætt
Mynd: Getty Images
Jordan Pickford, markvörður Everton og enska landsliðsins, segist elska gagnrýni af því að hún geri hann að betri markverði.

Pickford hefur varið mark enska landsliðsins undanfarna mánuði ásamt því að hafa verið aðalmarkvörður Everton.

Það hefur þó ekki gengið stórslysalaust fyrir sig en Pickford hefur gert nokkur dýrkeypt mistök.

„Ég elska gagnrýni því að hún hjálpar mér að verða betri. Ég legg hart að mér bæði innan sem utan vallar. Ég gef 100% í allt og ég held að það sýni hversu mikið þetta skiptir mig máli," segir Pickford.

„Ég er fljótur að jafna mig ef ég geri mistök því að ég reyni að læra af þeim í stað þess að svekkja mig lengi á þeim. Maður er gagrýndur fyrir nánast allt, svona er bara boltinn."

„Þegar þú ert aðalmarkvörður enska landsliðsins ertu alltaf skotmark margra, sama hvort þú gerir góða eða slæma hluti.

Athugasemdir
banner
banner
banner