Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 20. ágúst 2019 08:30
Arnar Helgi Magnússon
Sagan endalausa - Icardi útilokar Mónakó
Mynd: Getty Images
Sagan endalausa um Mauro Icardi heldur áfram. Kappinn virðist óánægður hjá Inter Milan og eru litlar líkur á því að hann verði þar þegar félagsskiptaglugginn lokar um mánaðarmótin.

Juventus hefur verið í viðræðum við Inter um kaup á Icardi en fleiri lið hafa sýnt leikmanninum áhuga og nú síðast Mónakó.

Wanda Nara, eiginkona og umboðsmaður Icardi, segir það ekki í myndinni að leikmaðurinn gangi í raðir Mónakó.

„Hann mun ekki ganga í raðir Mónakó,” sagði Wanda við argentíska miðilinn TyC Sports.

Miðillinn heldur því fram að Inter vilji ekki selja leikmanninn til liðs á Ítalíu en nú er spurning hvort að Juventus komi með það gott tilboð að Inter geti ekki hafnað því.
Athugasemdir
banner
banner
banner