Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var að vonum hundsvekktur eftir að hans mönnum mistókst að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli í dag.
FH-ingar voru korteri frá titlinum þegar Blikar tóku stig til og skoruðu tvö mörk og tryggðu sér 2-1 sigur. Því munar fimm stigum á liðunum þegar tvær umferðir eru eftir af deildinni.
FH-ingar voru korteri frá titlinum þegar Blikar tóku stig til og skoruðu tvö mörk og tryggðu sér 2-1 sigur. Því munar fimm stigum á liðunum þegar tvær umferðir eru eftir af deildinni.
Lestu um leikinn: Breiðablik 2 - 1 FH
„Mér fannst við bara hætta að gera það sem var að virka fyrir okkur í leiknum. Við vorum búnir að spila gríðarlega vel í þessum leik og skapa góð færi og komumst yfir sanngjarnt. Svo er eins og menn fari bara að horfa á klukkuna og bíða eftir að þetta verði búið, og Blikarnir ganga á lagið," sagði Heimir eftir leikinn.
„Mér fannst við byrja þennan leik mjög sterkt og spila virkilega vel. Leikplanið hjá Blikunum var bara að liggja til baka og vonast til þess að við myndum gera mistök svo þeir gætu sótt hratt á okkur. Við náðum að loka ágætlega á það, þeir voru ekki að skapa sér mörg færi, en við eigum að vera með reynslumikið lið sem á að geta klárað það þegar við komumst yfir. Það hlýtur að vera að betra að komast yfir í leikjum, það á að vera hvetjandi frekar en letjandi."
„Alvöru menn vilja fara sem fyrst í mark en það gekk ekki í dag, en við fáum annað tækifæri á laugardaginn gegn Fjölni."
Athugasemdir