Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   fös 20. september 2019 22:35
Mist Rúnarsdóttir
Ray: Er sannur Grindvíkingur og vill vera áfram
Ray hefur áhuga á að stýra Grindavík áfram í 2. deild
Ray hefur áhuga á að stýra Grindavík áfram í 2. deild
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við byrjuðum bara frekar illa. Vorum ekki mættar til leiks fyrstu 20-25 mínúturnar. Þróttarar eru með hörkulið og eru mjög kraftmiklar,“ sagði Ray Anthony Jónsson, þjálfari Grindavíkur sem mátti sætta sig við 9-0 skell gegn Þrótti í lokaumferð Inkasso-deildarinnar.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 9 -  0 Grindavík

Það var ljóst fyrir leikinn að Grindavík væri fallið úr deildinni en liðið hefur því fallið um tvær deildir á tveimur árum. Ray viðurkennir að það séu gríðarleg vonbrigði.

„En aftur á móti þá var þetta algjörlega nýtt lið í fyrra og aftur í ár. Nú eru fleiri heimastúlkur sem eru komnar í liðið og það er bara jákvætt. Þær eru mjög ungar líka. Við tökum bara skrefið niður og byrjum þar. Þetta eru stelpur sem eru 15,16 og 17 ára sem munu ná sér í góða reynslu úr 2. deildinni og vonandi komumst við sem fyrst aftur í 1. deildina,“ sagði Ray sem mun setjast niður með stjórnarmönnum Grindavíkur í næstu viku og skoða framhaldið.

„Við tökum stöðuna eftir helgi. Setjumst niður og spáum í hvað við viljum gera. Hvort að stefnan verði að reyna að fara beint upp eins og ég myndi vilja gera en við sjáum bara til,“ sagði Ray sem vill vera áfram með liðið.

„Ég er sannur Grindvíkingur og vil helst bara vera í Grindavík. En þetta kemur í ljós.“

Nánar er rætt við Ray í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner