29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   fös 20. september 2019 22:35
Mist Rúnarsdóttir
Ray: Er sannur Grindvíkingur og vill vera áfram
Kvenaboltinn
Ray hefur áhuga á að stýra Grindavík áfram í 2. deild
Ray hefur áhuga á að stýra Grindavík áfram í 2. deild
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við byrjuðum bara frekar illa. Vorum ekki mættar til leiks fyrstu 20-25 mínúturnar. Þróttarar eru með hörkulið og eru mjög kraftmiklar,“ sagði Ray Anthony Jónsson, þjálfari Grindavíkur sem mátti sætta sig við 9-0 skell gegn Þrótti í lokaumferð Inkasso-deildarinnar.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 9 -  0 Grindavík

Það var ljóst fyrir leikinn að Grindavík væri fallið úr deildinni en liðið hefur því fallið um tvær deildir á tveimur árum. Ray viðurkennir að það séu gríðarleg vonbrigði.

„En aftur á móti þá var þetta algjörlega nýtt lið í fyrra og aftur í ár. Nú eru fleiri heimastúlkur sem eru komnar í liðið og það er bara jákvætt. Þær eru mjög ungar líka. Við tökum bara skrefið niður og byrjum þar. Þetta eru stelpur sem eru 15,16 og 17 ára sem munu ná sér í góða reynslu úr 2. deildinni og vonandi komumst við sem fyrst aftur í 1. deildina,“ sagði Ray sem mun setjast niður með stjórnarmönnum Grindavíkur í næstu viku og skoða framhaldið.

„Við tökum stöðuna eftir helgi. Setjumst niður og spáum í hvað við viljum gera. Hvort að stefnan verði að reyna að fara beint upp eins og ég myndi vilja gera en við sjáum bara til,“ sagði Ray sem vill vera áfram með liðið.

„Ég er sannur Grindvíkingur og vil helst bara vera í Grindavík. En þetta kemur í ljós.“

Nánar er rætt við Ray í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner