Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   fös 20. september 2019 22:35
Mist Rúnarsdóttir
Ray: Er sannur Grindvíkingur og vill vera áfram
Ray hefur áhuga á að stýra Grindavík áfram í 2. deild
Ray hefur áhuga á að stýra Grindavík áfram í 2. deild
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við byrjuðum bara frekar illa. Vorum ekki mættar til leiks fyrstu 20-25 mínúturnar. Þróttarar eru með hörkulið og eru mjög kraftmiklar,“ sagði Ray Anthony Jónsson, þjálfari Grindavíkur sem mátti sætta sig við 9-0 skell gegn Þrótti í lokaumferð Inkasso-deildarinnar.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 9 -  0 Grindavík

Það var ljóst fyrir leikinn að Grindavík væri fallið úr deildinni en liðið hefur því fallið um tvær deildir á tveimur árum. Ray viðurkennir að það séu gríðarleg vonbrigði.

„En aftur á móti þá var þetta algjörlega nýtt lið í fyrra og aftur í ár. Nú eru fleiri heimastúlkur sem eru komnar í liðið og það er bara jákvætt. Þær eru mjög ungar líka. Við tökum bara skrefið niður og byrjum þar. Þetta eru stelpur sem eru 15,16 og 17 ára sem munu ná sér í góða reynslu úr 2. deildinni og vonandi komumst við sem fyrst aftur í 1. deildina,“ sagði Ray sem mun setjast niður með stjórnarmönnum Grindavíkur í næstu viku og skoða framhaldið.

„Við tökum stöðuna eftir helgi. Setjumst niður og spáum í hvað við viljum gera. Hvort að stefnan verði að reyna að fara beint upp eins og ég myndi vilja gera en við sjáum bara til,“ sagði Ray sem vill vera áfram með liðið.

„Ég er sannur Grindvíkingur og vil helst bara vera í Grindavík. En þetta kemur í ljós.“

Nánar er rætt við Ray í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner