„Við byrjuðum bara frekar illa. Vorum ekki mættar til leiks fyrstu 20-25 mínúturnar. Þróttarar eru með hörkulið og eru mjög kraftmiklar,“ sagði Ray Anthony Jónsson, þjálfari Grindavíkur sem mátti sætta sig við 9-0 skell gegn Þrótti í lokaumferð Inkasso-deildarinnar.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 9 - 0 Grindavík
Það var ljóst fyrir leikinn að Grindavík væri fallið úr deildinni en liðið hefur því fallið um tvær deildir á tveimur árum. Ray viðurkennir að það séu gríðarleg vonbrigði.
„En aftur á móti þá var þetta algjörlega nýtt lið í fyrra og aftur í ár. Nú eru fleiri heimastúlkur sem eru komnar í liðið og það er bara jákvætt. Þær eru mjög ungar líka. Við tökum bara skrefið niður og byrjum þar. Þetta eru stelpur sem eru 15,16 og 17 ára sem munu ná sér í góða reynslu úr 2. deildinni og vonandi komumst við sem fyrst aftur í 1. deildina,“ sagði Ray sem mun setjast niður með stjórnarmönnum Grindavíkur í næstu viku og skoða framhaldið.
„Við tökum stöðuna eftir helgi. Setjumst niður og spáum í hvað við viljum gera. Hvort að stefnan verði að reyna að fara beint upp eins og ég myndi vilja gera en við sjáum bara til,“ sagði Ray sem vill vera áfram með liðið.
„Ég er sannur Grindvíkingur og vil helst bara vera í Grindavík. En þetta kemur í ljós.“
Nánar er rætt við Ray í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir