Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 20. september 2020 15:54
Ívan Guðjón Baldursson
Guardiola ósáttur með þrjár skiptingar: Ótrúleg ákvörðun
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, er ekki ánægður með ákvörðun enskra úrvalsdeildarfélaga að leyfa aðeins þrjár skiptingar í leik í stað fimm.

Það hafa alltaf verið þrjár skiptingar en þeim var breytt í fimm vegna Covid-19 faraldursins og heilsuáhrifa sem langt stopp á ensku úrvalsdeildinni hafði á leikmenn.

Úrvalsdeildarfélög fengu að kjósa um fjölda skiptinga til að hafa á næstu leiktíð og kusu 13 félög með því að leyfa aðeins þrjár skiptingar á meðan restin vildi halda fimm skiptingum.

Þessi ákvörðun vakti athygli í Evrópu þar sem spænska, þýska, franska og ítalska deildin hafa ákveðið að halda sig við fimm skiptingar.

„Ég skil ekki þessa ákvörðun. Við lifum á ótrúlegum tímum þar sem allir eru smeykir útaf Covid-19. Fólk má ekki fara á veitingastaði og verður að virða ýmsar reglur og takmarkanir, ég skil ekki hvers vegna við getum ekki verndað leikmenn með fimm skiptingum," sagði Guardiola.

„Þegar smærri félögin segja að fimm skiptingar séu betri fyrir stærri liðin þá er það ekkert nema fáfræði. Það er enginn munur á betri og verri liðunum, það eru allir að spila á þriggja daga fresti og það er ótrúlegt að við höfum tekið ákvörðun gegn því að vernda leikmenn frá meiðslum.

„Við verðum vissulega að verja fyrirtækin og hagnaðinn en við verðum líka að vernda leikmenn. Þetta er fáránlegt en ég get því miður ekki breytt þessu."


Fyrsti leikur Manchester City á nýju úrvalsdeildartímabili er annað kvöld, á útivelli gegn Wolves.
Athugasemdir
banner
banner
banner