Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 20. september 2021 20:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ferdinand: Rudiger án efa besti miðvörður deildarinnar
Mynd: Getty Images
Chelsea hefur byrjað tímabilið af krafti en liðið er á toppi deildarinnar með fjóra sigra og eitt jafntefli.

Liðið hefur aðeins fengið á sig eitt mark og það var í 1-1 jafntefli liðsins gegn Liverpool á Anfield.

Rio Ferdinand fyrrum miðvörður Manchester United segir að Antonio Rudiger miðvörður Chelsea sé án efa besti varnarmaður deildarinnar.

„Síðan Tuchel tók við hefur Rudiger án efa verið besti miðvörður deildarinnar. Ég held að hann og Dias séu á svipuðum stað en Rudiger hefur haft gífurleg áhrif á Chelsea," sagði Ferdinand.

„Hann var ekki inn í myndinni hjá Lampard. Það var orðrómur um að liðið var að reyna að selja hann."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner