Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 20. október 2019 14:59
Brynjar Ingi Erluson
Svíþjóð: Kolbeinn lagði upp mark í mikilvægum sigri
Kolbeinn Sigþórsson var öflugur með AIK í dag
Kolbeinn Sigþórsson var öflugur með AIK í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sænska liðið AIK á enn góðan möguleika á að vinna deildina eftir að liðið vann 5-1 sigur á Falkenbergs. Henrik Goitom skoraði fjögur mörk fyrir AIK.

Fjögur efstu lið deildarinnar eru öll með 59 stig en Djurgården á þó leik inni og getur eignað sér toppsætið fyrir siðustu tvo leikina.

AIK gerði sitt í dag með því að skora fimm gegn Falkenberg en Kolbeinn Sigþórsson lagði upp annað markið á 33. mínútu. Hann fór af velli á 76. mínútu.

Á sama tíma vann Hammarby lið Malmö 2-0. Arnór Ingvi Traustason byrjaði leikinn hjá Malmö en var skipt af velli á 76. mínútu. Aron Jóhannsson kom þá inná sem varamaður á 71. mínútu í lið Hammarby.

Hammarby, Malmö, Djurgården og AIK eru öll með 59 stig og deila efsta sætinu en ljóst er að það verður mikil spenna að fylgjast með toppbaráttunni í ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner