Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   þri 20. október 2020 22:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gnabry með kórónuveiruna
Kantmaðurinn Serge Gnabry mun ekki spila með Bayern München gegn Atletico Madrid í Meistaradeildinni á morgun eftir að hafa greinst með kórónuveiruna.

Gnabry er í einangrun heima hjá sér, en fram kemur í tilkynningu Bayern að honum líði vel miðað við aðstæður.

Enn sem komið er, þá hefur ekkert komið fram um að þetta muni hafa áhrif á leikinn á morgun.

Gnabry er 25 ára gamall og hefur verið frábær fyrir ríkjandi Evrópumeistara Bayern undanfarin tvö tímabil.
Athugasemdir
banner