„Þetta er sagan endalausa. Þrátt fyrir að það sé búið að kaupa vel inn hjá mínum mönnum eru ennþá sömu vandamál og í fyrra. Föstu leikatriðin eru að leika okkur grátt eins og sást á 94. mínútu gegn Southampton og svo eru klaufaleg mistök," sagði Jóhann Már Helgason, stuðningsmaður Chelsea, í hlaðvarpsþættinum „Enski boltinn" á Fótbolti.net í dag.
Chelsea gerði 3-3 jafntefli við Southampton á heimavelli um helgina þar sem danski miðvörðurinn Jannik Vestergaard jafnaði í viðbótartíma fyrir gestina. Varnarleikur Chelsea hefur ekki verið sannfærandi í byrjun tímabils.
Chelsea gerði 3-3 jafntefli við Southampton á heimavelli um helgina þar sem danski miðvörðurinn Jannik Vestergaard jafnaði í viðbótartíma fyrir gestina. Varnarleikur Chelsea hefur ekki verið sannfærandi í byrjun tímabils.
„Þetta er algjört bilun. Chelsea er búið að fá sig níu mörk í fimm leikjum í deildinni. Fimm þeirra hafa verið algjör klafuamistök, direct error, eins og það heitir," sagði Jóhann.
Markvörðurinn Kepa Arrizabalaga var mikið gagnrýndur á síðasta tímabili og hann hefur byrjað nýtt tímabil illa. Edouard Mendy var keyptur til að taka stöðuna af honum en hann var meiddur um helgina. Kepa stóð því vaktina og hann átti sök í einu marki gegn Southampton.
„Minn maður Kepa hefur verið fremstur í flokki. Síðan á Thiago SIlva eitt mark, Kurrt Zouma eitt mark og Marcos Alonso eitt. Þetta er algjört bíó. Þetta er óstjórnlegur höfuðverkur."
Hér að neðan má hlusta á spjallið í heild sinni.
Athugasemdir