fös 20. nóvember 2020 07:30
Fótbolti.net
Frídeildin byrjar með uppfærslur í rauntíma
Frídeildin getur lengi á sig blómum bætt
Frídeildin getur lengi á sig blómum bætt
Mynd: Frídeildin
Enska úrvalsdeildin fer aftur stað um helgina eftir alltof langt landsleikjahlé. Frídeildin nýtti hléið vel og mun um helgina hleypa af stokkunum uppfærslum í rauntíma þar sem notendur geta séð stigin sín og þær deildir sem þeir eru skráðir í uppfærast sjálfkrafa eftir því sem leikjum umferðarinnar vindur fram. Um er að ræða spennandi nýjung og eitthvað sem hefur ekki sést áður í Fantasy Premier League.

Í síðustu viku var ýtt úr vör pistlahorni þar sem birtast fjölmargir pistlar þar sem fyrri leikvika er gerð upp ásamt því að hitað er upp fyrir þá næstu. Þá má nefna að Dr.FPL, alfræðiorðabókin um Fantasy, skrifaði pistil fyrir Frídeildina sem birtist í gær og hyggur á regluleg skrif á þeim vettvangi, ásamt því auðvitað að ausa úr viskubrunni sínum á Twitter.

Um helgina klárast svo hraðmót Hismisins, Pepsi Max og Steve Dagskrá þar sem vegleg verðlaun eru í boði. Frídeildin beinir því til notenda sinna að vera á varðbergi því sífellt eru að bætast við nýir möguleikar á síðunni auk þess sem bráðlega verður tilkynnt um spennandi jólamót yfir desembermánuð.

Þá bætast reglulega við nýir samstarfsaðilar með glæsilegar deildir, hraðmót og vinninga. Nýskráðir notendur taka með sér áunnin stig afturvirkt inn í deildir til 1. janúar 2021 svo þeir þurfa ekki að óttast að hafa misst af lestinni.

SKRÁÐU ÞIG TIL LEIKS HÉR

Athugasemdir
banner
banner