Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 20. nóvember 2021 21:14
Brynjar Ingi Erluson
Arteta: Liverpool var betra liðið í dag
Mynd: EPA
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var vonsvikinn með úrslitin í 4-0 tapinu gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Arsenal var einu marki undir í hálfleik eftir að Sadio Mane skoraði en Liverpool var með öll tök á leiknum.

Heimamenn bættu við þremur til viðbótar í þeim síðari og þar við sat.

„Við veittum þeim samkeppni í fyrri hálfleik en svo förum við 1-0 undir í hálfleik. Það er augnablikið þar sem við áttum að vera þolinmóðir en við gerðum hið þveröfuga. Restin er svo afleiðingar af örvæntingunni að þurfa að elta allan leikinn," sagði Arteta.

„Við vitum að þeir munu refsa. Þeir geta pressað og eru eitt besta liðið í því. Mistök eru partur af fótboltanum og þeir hafa verið besta lið Evrópu því þeir eru afgerandi á öllum sviðum. Þeir voru betra liðið í dag."

Arteta og Klopp voru báðir spjaldaðir fyrir rifrildi á hliðarlínunni en hann tjáði sig aðeins um atvikið.

„Hann var að verja sitt lið og ég var að verja mitt. Þetta skiptir ekki máli. Ég talaði við Klopp eftir leik og óskaði honum til hamingju. Við skiljum þessi augnablik eftir á vellinum," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner