
Didier Deschamps þjálfari franska landsliðsins hefur ekki misst trúna þó liðið hafi orðið fyrir miklu áfalli í gær þegar Karim Benzema þurfti að draga sig út úr hópnum vegna meiðsla.
Benzema meiddist á æfingu liðsins en þetta var fyrsta æfingin hans með öllu liðinu, hann hafði áður þurft að æfa einn vegna meiðsla á hnéi. Í gær fór hann að finna til í lærinu.
„Ég er hrikalega svekktur fyrir hönd Benzema, það var hans helsta markmið að spila á HM. Þrátt fyrir þessar sorgarfréttir hef ég mikla trú á hópnum. Við ætlum að leggja allt í sölurnar og mæta öllum þeim verkefnum sem framundan eru af krafti," sagði Deschamps.
Frakkland mætir Ástralíu í fyrsta leik sínum á mótinu á þriðjudaginn.
Athugasemdir